Arsenal að ganga frá nýjum samningum við lykilleikmenn Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 17:01 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hlýtur að vera ánægður með það hversu vel gengur að ganga frá nýjum samningum við helstu leikmenn félagsins. Vísir/Getty Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hafa haft í nægu að snúast undanfarið. Arsenal hefur verið í toppbáráttu í deildinni allt yfirstandandi tímabil og lykilleikmenn félagsins eru við það að skrifa undir nýja langtímasamninga. The Athletic greinir frá því í dag að Aaron Ramsdale, aðalmarkvörður Arsenal, sé við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Ramsdale, sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2021, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og vilja forráðamenn þess verðlauna hann með nýjum samningi. Aaron Ramsdale hefur slegið í gegn hjá Arsenal Vísir/Getty Núgildandi samningur Ramsdale við Arsenal gildir til ársins 2026 og felur í sér ákvæði þess efnis að hægt sé að framlengja hann enn frekar. Forráðamenn Arsenal vilja hins vegar frekar veita Ramdale nýjan samning. Þá hefur stjörnuleikmaður Arsenal, hinn 21 árs gamli Bukayo Saka, einnig samþykkt að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Bukayo Saka er aðalmaðurinn hjá Skyttunum í ArsenalVísir/Getty Saka hefur verið besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og voru farnar að berast sögusagnir þess efni að önnur lið væru farin að horfa hýrum augum til hans. Leikmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að semja að nýju við uppeldisfélag sitt en núgildandi samningur hans við félagið á að renna út á næsta ári. Þá samdi brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli, sem leikið hefur lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili, að nýju við félagið fyrr á árinu. Gabriel Martinelli hefur nú þegar skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal Vísir/Getty Nýji samningur Martinelli rennur út árið 2028 en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 129 leiki fyrir aðallið Arsenal, skorað 33 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Arsenal eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á Skytturnar. Arsenal á eftir að leika þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester City fjóra. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
The Athletic greinir frá því í dag að Aaron Ramsdale, aðalmarkvörður Arsenal, sé við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Ramsdale, sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2021, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og vilja forráðamenn þess verðlauna hann með nýjum samningi. Aaron Ramsdale hefur slegið í gegn hjá Arsenal Vísir/Getty Núgildandi samningur Ramsdale við Arsenal gildir til ársins 2026 og felur í sér ákvæði þess efnis að hægt sé að framlengja hann enn frekar. Forráðamenn Arsenal vilja hins vegar frekar veita Ramdale nýjan samning. Þá hefur stjörnuleikmaður Arsenal, hinn 21 árs gamli Bukayo Saka, einnig samþykkt að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Bukayo Saka er aðalmaðurinn hjá Skyttunum í ArsenalVísir/Getty Saka hefur verið besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og voru farnar að berast sögusagnir þess efni að önnur lið væru farin að horfa hýrum augum til hans. Leikmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að semja að nýju við uppeldisfélag sitt en núgildandi samningur hans við félagið á að renna út á næsta ári. Þá samdi brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli, sem leikið hefur lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili, að nýju við félagið fyrr á árinu. Gabriel Martinelli hefur nú þegar skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal Vísir/Getty Nýji samningur Martinelli rennur út árið 2028 en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 129 leiki fyrir aðallið Arsenal, skorað 33 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Arsenal eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á Skytturnar. Arsenal á eftir að leika þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester City fjóra.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira