„Til þess að bregðast við yfirstandandi málaferlum og til þess að tryggja að Twitter verði áfram aðgengilegur íbúum Tyrklands, höfum við ákveðið að loka fyrir aðgengi að sumu efni í Tyrklandi í dag,“ segir í tilkynningu frá Twitter á miðlinum.
In response to legal process and to ensure Twitter remains available to the people of Turkey, we have taken action to restrict access to some content in Turkey today.
— Twitter Global Government Affairs (@GlobalAffairs) May 13, 2023
Tilkynningin vakti athygli bloggarans og fréttamannsins Matthew Yglesias. Hann fullyrðir á Twitter að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi ákveðið að loka fyrir efni stjórnarandstæðinga í Tyrklandi að beiðni Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands.
The Turkish government asked Twitter to censor its opponents right before an election and @elonmusk complied should generate some interesting Twitter Files reporting. https://t.co/RDrGS75Au5
— Matthew Yglesias (@mattyglesias) May 13, 2023
„Datt heilinn á þér út úr höfðinu á þér, Yglesias? Valið er á milli þess að Twitter verði alveg lokað eða að hefta aðgengi að sumum tístum. Hvort vilt þú?“ segir Musk í svari við tísti Yglesias.