„Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 23:31 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Stöð 2 Íþróttasamband Íslands hefur miklar áhyggjur af ólöglegum veðmálafyrirtækjum sem starfi hér á landi. Áætlað er að 20-30 milljarðar króna fari til slíkra fyrirtækja á hverju ári og mikilvægt að stjórnvöld spyrni við fótum. „Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum. ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
„Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum.
ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn