„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“ 16. maí 2023 22:35 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn. „Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “ Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “
Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira