Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 11:39 Listamaðurinn Odee ásamt flennistórri veggmynd þar sem beðist er afsökunar í leturgerð Samherja. Vísir/Vilhelm Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira