Risaleikur í kvöld: „Mín arfleifð er þegar orðin einstök“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 17:00 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland sem hefur spilað stórkostlega undir hans stjórn á leiktíðinni. Getty/Michael Regan Manchester City hefur komið sér í frábært færi á að vinna þrennuna, og þar með Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Eitt allra þyngsta prófið á lokasprettinum þreytir liðið í kvöld, í sannkölluðum stórleik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira