Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 07:55 Í tölvupóstunum hrósaði Gísli Odee fyrir gjörninginn, á ensku. Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar. Myndlist Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar.
Myndlist Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira