Miami í góðri stöðu eftir frábæran endasprett Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:30 Jimmy Butler ánægður á svip í leiknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum gegn Boston. Liðin leika næst í Miami. Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira