Enski boltinn

Arsenal setið lengst á toppnum án þess að vinna titilinn

Aron Guðmundsson skrifar
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal Vísir/Getty

Arsenal er það lið í sögu efstu deildar Englands sem setið hefur lengst á toppi deildarinnar á einu og sama tíma­bilinu án þess að standa uppi sem sigur­vegari.

Alls sátu Skytturnar í Arsenal í efsta sæti ensku úr­vals­deildarinnar í 248 daga á yfir­standandi tíma­bili en nú er ljóst að liðið getur ekki orðið Eng­lands­meistari.

Tap Arsenal gegn Notting­ham For­est í gær­kvöldi sá til þess að Eng­lands­meistara­titilinn endaði hjá Manchester City þriðja­tíma­bilið í röð.

Það er töl­fræði­veitan Opta sem varpar ljósi um­rædda stað­reynd sem gert er grein fyrir hér að ofan en læri­sveinum Mikel Arteta hefur fatast flugið á undan­förnum vikum og tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum.

Fyrir það höfðu skytturnar einnig gert þrjú jafn­tefli í röð.

Enga síður mætti segja að Arsenal hafi tekið stórt skref fram á við á yfir­standandi tíma­bili en liðið hefur tryggt sér sæti í Meistara­deild Evrópu á næsta tíma­bili.

Þar hafa Skytturnar ekki verið síðan tíma­bilið 2016-2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×