Golf

Koepka í forystu fyrir lokahringinn eftir frábæran þriðja dag

Smári Jökull Jónsson skrifar
Brooks Koepka undirbýr pútt á þriðja hringnum í gær.
Brooks Koepka undirbýr pútt á þriðja hringnum í gær. Vísir/Getty

Brooks Koepka er með eins höggs forystu á Corey Conners og Viktor Hovland fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í dag. 

Koepka lék frábærlega í gær og lauk þriðja hringnum á fjórum höggum undir pari og er á sex undir samtals. Norðmaðurinn Viktor Hovland og Kanadamaðurinn Corey Conners koma í humátt á eftir en báðir léku þeir á pari í gær og eru samtals á fimm höggum undir.

Fleiri kylfingar gætu vel blandað sér í baráttuna. Bryson DeChambeu er á þremur höggum undir pari og þeir Justin Rose, Scottie Scheffler og Rory McIlroy eru allir í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni, Rose og Scheffler á tveimur undir en McIlroy á einu höggi undir pari.

Scheffler og Justin Suh voru í góðri stöðu eftir fyrstu tvo hringina en léku báðir á þremur höggum yfir pari á þriðja hringnum í gær og duttu niður töfluna. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í dag enda rigndi mikið en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri.

Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending frá lokahringnum í dag klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×