Carragher: Arsenal klúðraði þessu og þurfa meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:31 Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports. Vísir/Getty Jamie Carragher segir að Arsenal hafi skort breidd í leikmannahópnum til að komast lengra í ensku úrvalsdeildinni en raun bar vitni. Hann segir Mikel Arteta þurfa að bæta gæðaleikmönnum inn í hópinn. Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“ Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira