Koepka í sérflokki og Sims þreif hillu fyrir hann Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:07 Brooks Koepka er með pláss í bikaraskápnum og Jena Sims eiginkona hans sló á létta strengi á TikTok eftir sigurinn í gær. AP/@jenamsims Brooks Koepka varð um helgina tuttugasti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna fimm risamót á ferlinum. Þessi 33 ára Bandaríkjamaður er núna í sérflokki á meðal efstu kylfinga heimslistans í dag. Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni. Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum. Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023. Men's Major Championships since 2017 Brooks Koepka: 5Jon Rahm: 2Justin Thomas: 2 Collin Morikawa: 2 14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023 Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót. En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn. Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði. @jenamsims All I got is tears at the moment @PGA of America #brookskoepka #major #majorchampionship #golftiktok Do You Believe in Magic - The Lovin' Spoonful Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans. @jenamsims Replying to @Buck couple more spots remain #savage #brookskoepka #trophiesdrake #majorchampionship Trophies - Young Money Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni. Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum. Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023. Men's Major Championships since 2017 Brooks Koepka: 5Jon Rahm: 2Justin Thomas: 2 Collin Morikawa: 2 14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023 Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót. En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn. Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði. @jenamsims All I got is tears at the moment @PGA of America #brookskoepka #major #majorchampionship #golftiktok Do You Believe in Magic - The Lovin' Spoonful Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans. @jenamsims Replying to @Buck couple more spots remain #savage #brookskoepka #trophiesdrake #majorchampionship Trophies - Young Money
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira