Jokic með sópinn á lofti og LeBron mögulega hættur Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:29 Nikola Jokic stóð uppi sem sigurvegari en LeBron James gæti hafa spilað sinn síðasta leik. AP/Ashley Landis Nikola Jokic var að vanda stórkostlegur fyrir Denver Nuggets þegar liðið komst í fyrsta sinn í sögunni í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, með því að sópa LA Lakers út 4-0. LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti