Enski boltinn

Komnir með nóg af fýlupúkanum Martial

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Martial getur verið óttalegur fýlupúki.
Anthony Martial getur verið óttalegur fýlupúki. getty/Matthew Peters

Svo virðist sem þolinmæði forráðamanna Manchester United gagnvart Anthony Martial sé á þrotum.

Martial var tekinn af velli á 57. mínútu þegar United sigraði Bournemouth, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni. Hann var ekki sáttur með skiptinguna og fór strax til búningsherbergja.

Forráðamenn United ku vera komnir með nóg af Martial, bæði slæmri spilamennsku og fýlunni í honum, og Erik ten Hag, knattspyrnustjóri liðsins, er sammála þeim.

Martial, sem er 27 ára, hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu tíu leikjum og átta mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Frakkinn á eitt ár eftir af samningi sínum við United. Hann gekk í raðir liðsins frá Monaco 2015. Á síðasta tímabili var Martial lánaður til Sevilla en skoraði aðeins eitt mark fyrir spænska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×