„Munar um hvern einasta hval“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:15 Vísir/Getty/Rán Flygenring Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi. Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað. Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað.
Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31
Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01