Sterling ekki í hópnum en Eze inn fyrir dyrnar Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 14:01 Eberechi Eze í baráttu við Raheem Sterling í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Eze er kominn í enska landsliðshópinn en Sterling dottinn út. Getty/Darren Walsh Miðjumaðurinn Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace, hefur verið valinn í enska landsliðið í fótbotla í fyrsta sinn, fyrir komandi leiki við Möltu og Norður-Makedóníu í júní, í undankeppni EM. Raheem Sterling er aftur á móti ekki í landsliðshópnum en það er samkvæmt sameiginlegri ákvörðun Chelsea-mannsins og þjálfarans Gareth Southgate. Eze hefur skorað sex mörk í síðustu átta leikjum með Crystal Palace og það fór ekki framhjá Southgate. Þjálfarinn valdi einnig Trent Alexander-Arnold, Tyrone Mings og Lewis Dunk á nýjan leik í hópinn sinn. Dunk á aðeins einn landsleik að baki, vináttuleik gegn Bandaríkjunum árið 2018. Fimm leikmenn Manchester City eru í hópnum og koma þeir seinna en aðrir til æfinga vegna úrslitaleiksins við Inter í Meistaradeild Evrópu 10. júní. Hið sama á við um Declan Rice, fyrirliða West Ham, sem spilar gegn Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu 7. júní. Fyrri leikur Englands í júní er við Möltu á útivelli 16. júní, og enska liðið tekur svo á móti Norður-Makedóníu á Old Trafford þremur dögum síðar. England vann Ítalíu og Úkraínu í fyrstu leikjum undankeppninnar í mars. Enski hópurinn Markmenn: Sam Johnstone (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion), Marc Guehi (Crystal Palace), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle United), Kyle Walker (Manchester City) Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham United) Sóknarmenn: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham Hotspur), James Maddison (Leicester City), Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Callum Wilson (Newcastle United) Enski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Raheem Sterling er aftur á móti ekki í landsliðshópnum en það er samkvæmt sameiginlegri ákvörðun Chelsea-mannsins og þjálfarans Gareth Southgate. Eze hefur skorað sex mörk í síðustu átta leikjum með Crystal Palace og það fór ekki framhjá Southgate. Þjálfarinn valdi einnig Trent Alexander-Arnold, Tyrone Mings og Lewis Dunk á nýjan leik í hópinn sinn. Dunk á aðeins einn landsleik að baki, vináttuleik gegn Bandaríkjunum árið 2018. Fimm leikmenn Manchester City eru í hópnum og koma þeir seinna en aðrir til æfinga vegna úrslitaleiksins við Inter í Meistaradeild Evrópu 10. júní. Hið sama á við um Declan Rice, fyrirliða West Ham, sem spilar gegn Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu 7. júní. Fyrri leikur Englands í júní er við Möltu á útivelli 16. júní, og enska liðið tekur svo á móti Norður-Makedóníu á Old Trafford þremur dögum síðar. England vann Ítalíu og Úkraínu í fyrstu leikjum undankeppninnar í mars. Enski hópurinn Markmenn: Sam Johnstone (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion), Marc Guehi (Crystal Palace), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle United), Kyle Walker (Manchester City) Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham United) Sóknarmenn: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham Hotspur), James Maddison (Leicester City), Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Callum Wilson (Newcastle United)
Enski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira