Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2023 12:01 Dótakallinn af Knollsy. Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. Hinn 58 ára Chris Knoll, eða „Knollsy“, hefur verið kallaður „Engilinn í Alkmaar“ eftir að hann kom í veg fyrir að fótboltabullur réðust á maka og börn leikmanna West Ham í seinni undanúrslitaleik liðsins gegn AZ í Sambandsdeild Evrópu. Knollsy er orðin hetja í augum stuðningsmanna West Ham og nú er búið að gera dótakall, eins konar aksjón kall, af honum. Hann er til sölu á eBay og kostar skildinginn. Hæsta tilboðið í hann er 5.100 pund. Hægt er að skoða kallinn með því að smella hér. Uppboðinu á dótakallinum lýkur seinna í dag. Dótakallinn er í sömu fötum og Knollsy var í þegar hann varði fjölskyldur leikmanna West Ham fyrir bullunum í Alkmaar og með steytta hnefa. Skyrtan hans rifnaði í átökunum og Knollsy fékk glóðarauga. Á næsta heimaleik West Ham, gegn Leeds United, var Knollsy kallaður upp á Ólympíuleikvanginum í London og hann fær gefins miða á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þar sem Hamrarnir mæta Fiorentina frá Ítalíu. Þetta er fyrsti úrslitaleikur West Ham í Evrópukeppni í 47 ár og Knollsy var að vonum ánægður með miðann á leikinn. „Ég var í vinnu þegar ég fékk símtalið. Ég grét næstum því. Ég var svo glaður og ánægður,“ sagði Knollsy sem getur vonandi horft á leikinn á Fortuna Arena í Prag 7. júní næstkomandi í rólegheitum. Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira
Hinn 58 ára Chris Knoll, eða „Knollsy“, hefur verið kallaður „Engilinn í Alkmaar“ eftir að hann kom í veg fyrir að fótboltabullur réðust á maka og börn leikmanna West Ham í seinni undanúrslitaleik liðsins gegn AZ í Sambandsdeild Evrópu. Knollsy er orðin hetja í augum stuðningsmanna West Ham og nú er búið að gera dótakall, eins konar aksjón kall, af honum. Hann er til sölu á eBay og kostar skildinginn. Hæsta tilboðið í hann er 5.100 pund. Hægt er að skoða kallinn með því að smella hér. Uppboðinu á dótakallinum lýkur seinna í dag. Dótakallinn er í sömu fötum og Knollsy var í þegar hann varði fjölskyldur leikmanna West Ham fyrir bullunum í Alkmaar og með steytta hnefa. Skyrtan hans rifnaði í átökunum og Knollsy fékk glóðarauga. Á næsta heimaleik West Ham, gegn Leeds United, var Knollsy kallaður upp á Ólympíuleikvanginum í London og hann fær gefins miða á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þar sem Hamrarnir mæta Fiorentina frá Ítalíu. Þetta er fyrsti úrslitaleikur West Ham í Evrópukeppni í 47 ár og Knollsy var að vonum ánægður með miðann á leikinn. „Ég var í vinnu þegar ég fékk símtalið. Ég grét næstum því. Ég var svo glaður og ánægður,“ sagði Knollsy sem getur vonandi horft á leikinn á Fortuna Arena í Prag 7. júní næstkomandi í rólegheitum.
Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira