„Drukkum allt áfengið í Manchester“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 12:30 Kevin De Bruyne fagnaði sínum fimmta Englandsmeistaratitli á meðan að Kalvin Philipps fagnaði sínum fyrsta. Getty/Michael Regan Pep Guardiola var nokkuð ánægður með lærisveina sína í Manchester City í gærkvöld, þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Brighton, í ljósi þess að þeir hefðu þremur dögum áður „klárað allt áfengið í Manchester-borg“. City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira