Enski boltinn

Segja að Mason Mount vilji frekar fara til Man United en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Mount mun líklegast ekki leysa Naby Keita af á miðju Liverpool í sumar.
Mason Mount mun líklegast ekki leysa Naby Keita af á miðju Liverpool í sumar. Getty/John Powell

Enski landsliðsmiðjumaðurinn Mason Mount er líklega á leiðinni frá Chelsea í sumar og það eru mörg stórlið sem hafa áhuga á kappanum.

Það er nokkuð síðan fréttist af því að Mount væri ofarlega á innkaupalistanum hjá Liverpool sem þarf að styrkja miðjuna hjá sér í sumar.

The Athletic fjallar um málið og segir að Manchester United sé búið að taka forystuna í kapphlaupinu. Mason Mount vill samkvæmt þeim fréttum frekar fara til Man United en Liverpool.

Það er síðan ekki öruggt að Chelsea vilji selja leikmanninn sem er uppalinn hjá félaginu.

Það er líka óvíst að önnur félög séu tilbúin að borga yfir áttatíu milljónir punda fyrir leikmanninn en það er upphæðin sem Chelsea vill fá fyrir þennan 24 ára leikmann.

Arsenal og Bayern München hafa einnig áhuga á að fá hann til sín. Mount er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 24 leikjum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann hefur verið meiddist síðan í byrjun mars.

Sky Sports fjallar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×