Íslenskar konur sem kjósa barnleysi: „Það var mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júní 2023 10:00 Fæðingartíðni á Íslandi lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Valið barnleysi hefur verið að ryðja sér til rúms í samfélaginu síðustu árin. Getty „Ég vel þetta í stóra samhenginu af umhverfisástæðum, en í smærra samhenginu vegna þess að mér finnst þetta bara ekki vera spennandi verkefni,“ segir Ása Hlín Benediktsdóttir, 39 ára bókmenntafræðingur. Hún er ein af sex konum sem Vísir ræddi við sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að sneiða hjá barneignum. Ása Hlín BenediktsdóttirAðsend Fæðingartíðni á Íslandi lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Aldur móður við fæðingu fyrsta barns hefur einnig farið hækkandi. Rannsóknir í Evrópu benda til þess að hlutfall barnlausra kvenna hafi aukist en sambærilegar tölur frá Íslandi að á milli 11 og 13 prósent íslenskra kvenna eignist ekki börn. Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði er á meðal stjórnenda nýlegs verkefnis á vegum þverfræðilegs hóps fræðafólks við Háskóla Íslands þar sem leitað svara við lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Hún bendir á að þróun í frjósemi hér á landi er að verða svipuð og annars staðar á Norðurlöndum, þar sem konur eignast börn seinna á lífsleiðinni og eignast færri börn auk þess sem fleiri velja barnleysi. Ungar konur upplifa foreldrahlutverkið kvíðavaldandi Eitt af því sem mögulega getur skýrt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og annars staðar í heiminum er hækkandi hlutfall þeirra einstaklinga sem taka meðvitaða ákvörðun um að eignast ekki börn. Í niðurstöðum könnunar bandarísku rannsóknarmiðstöðvarinnar Pew frá árinu 2021 kemur fram rúmlega 44 prósent barnlausra einstaklinga geri ekki ráð fyrir að eignast börn í framtíðinni. Meira en helmingur þeirra sem svöruðu sögðu ástæðuna vera áhugaleysi á barneignum, frekar en umhverfisþætti á borð við heilsufarsvandamál eða makaleysi. Sambærileg rannsókn frá árinu 2020, á vegum YouGov í Bretlandi, leiddi í ljós að meira en helmingur barnlausra Breta á aldrinum 35 til 44 ára hafa ekki löngun til að eignast börn í framtíðinni. Í fyrrnefndri rannsókn fræðafólks við Háskóla Íslands kemur meðal annars fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Um leið er meiri skilningur á því en áður í samfélaginu að fólk kjósi að hafna foreldrahlutverkinu þótt konur finni enn fyrir fjandsamlegum viðbrögðum vegna slíkrar ákvörðunar. Í tengslum við lokaverkefni sitt til BA gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands rannsakaði Agnes Anna Garðarsdóttir valið barnleysi. Í niðurstöðum verkefnisins kemur meðal annars fram að samfélagslegar breytingar Vesturlanda á síðastliðnum áratugum og framfarir í kvenréttindum hafa valdið aukningu á völdu barnleysi og að persónulegar ástæður valins barnleysis felist einna helst í eftirsókn kvenna eftir frelsi og forðun þeirra frá ábyrgðum móðurhlutverksins. Persónubundið val Við vinnslu greinarinnar leitaði blaðamaður Vísis til fimm íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið ákvörðun um barnlausan lífsstíl. Þegar þær voru spurðar um ástæðuna á bak við ákvörðunina reyndust þær vera mismunandi. „Alveg frá því ég var sjálf um sex eða sjö ára hef ég kviðið fyrir því að ,,þurfa" að eignast börn sjálf. Mér fannst önnur börn yfirleitt pirrandi, þó við værum á sama aldri og það hefur alltaf vakið upp kvíðahugsanir að þurfa mögulega að skipta um bleyju. Heiðdís TraustadóttirAðsend Barnsgrátur nístir alveg inn að beini og lyktin af þeim angrar mig svakalega. Það þyrmir yfir mig ef ég er innan um börn með læti, eins og til dæmis ef það er öskrandi barn inni á veitingastað. Ég svitna, hjartslátturinn verður hraður og ég finn hreinlega fyrir ofsareiði. Það var því mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val. Mitt val gerir það líka að verkum að ég tek ekki virkan þátt í offjölgun mannkynsins og finnst alveg fáránlegt þegar fólk er að eignast mörg börn, vitandi hvert heimurinn er að stefna í loftslagsmálum, ofríki, spillingu og ofbeldi. Það er líka í tísku í dag að ala börnin sín ekki upp og viðurkenna ekki þegar þau brjóta á öðrum og ég er dauðfegin að þurfa ekki að hugsa út í þann ótta líka, "segir Heiðdís Traustadóttir, 39 ára, listakona. Meðvituð og vel ígrunduð ákvörðun Jóhanna Þorsteinsdóttir sem er 34 ára rennismiður segir að hún og sambýlismaður hennar hafi sameiginlega ákvörðun um að sneiða hjá barneignum. „Við höfum ákveðið að eignast ekki börn þar sem ég er með PTSD, ADHD og einhverfu sem er alveg frekar flókin blanda og sambýlismaður minn er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem hann vill helst ekki að barn fái, ásamt því að það tekur mikla orku frá honum að vera með þann sjúkdóm. Svo í stuttu máli: Við viljum geta átt kost á því að eiga gott líf saman.“ „Fyrir mig er mjög einfalt að svara þessu: mig hefur einfaldlega aldrei langað til þess," segir Birna María Þorbjörnsdóttir 52 ára, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Birna María Þorbjörnsdóttir.Aðsend Svava,sem er 32 ára hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun segir að hún og eiginmaður hennar hafi átt löng samtöl um barneignir og komist að sameiginlegri ákvörðun. „Við elskum bæði börn og hefðum gjarnan eignast þau en ákváðum að það væri í raun ekki hægt að réttlæta það siðferðislega. Offjölgun, skortur á auðlindum og hamfarahlýnun til dæmis. Í stuttu máli þá gátum við ekki fundið skothelda “afsökun” sem var ekki súper sjálfselsk." Önnur kona sem rætt var við vildi ekki koma fram undir nafni en hún er 36 ára gömul og starfar sem sölumaður. „Mér þykir konur vera plataðar í barneignir án þess að þeim sé gert grein fyrir því að þær munu raunverulega vera étnar upp af þessu hlutverki, líkamlega og tilfinningalega í allavega þrjú til fimm ár. Það er ákveðinn séns að þú náir þér aldrei líkamlega, það eru til dæmis margar sem díla við alvarlegan þvagleka lengi, stoðkerfisvanda eða eitthvað meira. Lækniskerfið er ekki hliðhollt konum svona í grunninn. Eftir mína grunnskólagöngu gæti ég aldrei sett lítið barn í hendurnar á hugsanlega eins fólki. Ég vann á leikskóla og ég myndi aldrei setja neinn mér náinn þangað heldur. Fólk hefur ekki efni á að lifa og næra sig og hvers vegna ætti það að fjölga sér? Auk þess: Þurfa allir að eiga börn?“ Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. 9. maí 2023 19:00 Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. 9. maí 2023 10:10 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hún er ein af sex konum sem Vísir ræddi við sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að sneiða hjá barneignum. Ása Hlín BenediktsdóttirAðsend Fæðingartíðni á Íslandi lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Aldur móður við fæðingu fyrsta barns hefur einnig farið hækkandi. Rannsóknir í Evrópu benda til þess að hlutfall barnlausra kvenna hafi aukist en sambærilegar tölur frá Íslandi að á milli 11 og 13 prósent íslenskra kvenna eignist ekki börn. Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði er á meðal stjórnenda nýlegs verkefnis á vegum þverfræðilegs hóps fræðafólks við Háskóla Íslands þar sem leitað svara við lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Hún bendir á að þróun í frjósemi hér á landi er að verða svipuð og annars staðar á Norðurlöndum, þar sem konur eignast börn seinna á lífsleiðinni og eignast færri börn auk þess sem fleiri velja barnleysi. Ungar konur upplifa foreldrahlutverkið kvíðavaldandi Eitt af því sem mögulega getur skýrt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og annars staðar í heiminum er hækkandi hlutfall þeirra einstaklinga sem taka meðvitaða ákvörðun um að eignast ekki börn. Í niðurstöðum könnunar bandarísku rannsóknarmiðstöðvarinnar Pew frá árinu 2021 kemur fram rúmlega 44 prósent barnlausra einstaklinga geri ekki ráð fyrir að eignast börn í framtíðinni. Meira en helmingur þeirra sem svöruðu sögðu ástæðuna vera áhugaleysi á barneignum, frekar en umhverfisþætti á borð við heilsufarsvandamál eða makaleysi. Sambærileg rannsókn frá árinu 2020, á vegum YouGov í Bretlandi, leiddi í ljós að meira en helmingur barnlausra Breta á aldrinum 35 til 44 ára hafa ekki löngun til að eignast börn í framtíðinni. Í fyrrnefndri rannsókn fræðafólks við Háskóla Íslands kemur meðal annars fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Um leið er meiri skilningur á því en áður í samfélaginu að fólk kjósi að hafna foreldrahlutverkinu þótt konur finni enn fyrir fjandsamlegum viðbrögðum vegna slíkrar ákvörðunar. Í tengslum við lokaverkefni sitt til BA gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands rannsakaði Agnes Anna Garðarsdóttir valið barnleysi. Í niðurstöðum verkefnisins kemur meðal annars fram að samfélagslegar breytingar Vesturlanda á síðastliðnum áratugum og framfarir í kvenréttindum hafa valdið aukningu á völdu barnleysi og að persónulegar ástæður valins barnleysis felist einna helst í eftirsókn kvenna eftir frelsi og forðun þeirra frá ábyrgðum móðurhlutverksins. Persónubundið val Við vinnslu greinarinnar leitaði blaðamaður Vísis til fimm íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið ákvörðun um barnlausan lífsstíl. Þegar þær voru spurðar um ástæðuna á bak við ákvörðunina reyndust þær vera mismunandi. „Alveg frá því ég var sjálf um sex eða sjö ára hef ég kviðið fyrir því að ,,þurfa" að eignast börn sjálf. Mér fannst önnur börn yfirleitt pirrandi, þó við værum á sama aldri og það hefur alltaf vakið upp kvíðahugsanir að þurfa mögulega að skipta um bleyju. Heiðdís TraustadóttirAðsend Barnsgrátur nístir alveg inn að beini og lyktin af þeim angrar mig svakalega. Það þyrmir yfir mig ef ég er innan um börn með læti, eins og til dæmis ef það er öskrandi barn inni á veitingastað. Ég svitna, hjartslátturinn verður hraður og ég finn hreinlega fyrir ofsareiði. Það var því mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val. Mitt val gerir það líka að verkum að ég tek ekki virkan þátt í offjölgun mannkynsins og finnst alveg fáránlegt þegar fólk er að eignast mörg börn, vitandi hvert heimurinn er að stefna í loftslagsmálum, ofríki, spillingu og ofbeldi. Það er líka í tísku í dag að ala börnin sín ekki upp og viðurkenna ekki þegar þau brjóta á öðrum og ég er dauðfegin að þurfa ekki að hugsa út í þann ótta líka, "segir Heiðdís Traustadóttir, 39 ára, listakona. Meðvituð og vel ígrunduð ákvörðun Jóhanna Þorsteinsdóttir sem er 34 ára rennismiður segir að hún og sambýlismaður hennar hafi sameiginlega ákvörðun um að sneiða hjá barneignum. „Við höfum ákveðið að eignast ekki börn þar sem ég er með PTSD, ADHD og einhverfu sem er alveg frekar flókin blanda og sambýlismaður minn er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem hann vill helst ekki að barn fái, ásamt því að það tekur mikla orku frá honum að vera með þann sjúkdóm. Svo í stuttu máli: Við viljum geta átt kost á því að eiga gott líf saman.“ „Fyrir mig er mjög einfalt að svara þessu: mig hefur einfaldlega aldrei langað til þess," segir Birna María Þorbjörnsdóttir 52 ára, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Birna María Þorbjörnsdóttir.Aðsend Svava,sem er 32 ára hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun segir að hún og eiginmaður hennar hafi átt löng samtöl um barneignir og komist að sameiginlegri ákvörðun. „Við elskum bæði börn og hefðum gjarnan eignast þau en ákváðum að það væri í raun ekki hægt að réttlæta það siðferðislega. Offjölgun, skortur á auðlindum og hamfarahlýnun til dæmis. Í stuttu máli þá gátum við ekki fundið skothelda “afsökun” sem var ekki súper sjálfselsk." Önnur kona sem rætt var við vildi ekki koma fram undir nafni en hún er 36 ára gömul og starfar sem sölumaður. „Mér þykir konur vera plataðar í barneignir án þess að þeim sé gert grein fyrir því að þær munu raunverulega vera étnar upp af þessu hlutverki, líkamlega og tilfinningalega í allavega þrjú til fimm ár. Það er ákveðinn séns að þú náir þér aldrei líkamlega, það eru til dæmis margar sem díla við alvarlegan þvagleka lengi, stoðkerfisvanda eða eitthvað meira. Lækniskerfið er ekki hliðhollt konum svona í grunninn. Eftir mína grunnskólagöngu gæti ég aldrei sett lítið barn í hendurnar á hugsanlega eins fólki. Ég vann á leikskóla og ég myndi aldrei setja neinn mér náinn þangað heldur. Fólk hefur ekki efni á að lifa og næra sig og hvers vegna ætti það að fjölga sér? Auk þess: Þurfa allir að eiga börn?“
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. 9. maí 2023 19:00 Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. 9. maí 2023 10:10 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. 9. maí 2023 19:00
Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. 9. maí 2023 10:10