Enski boltinn

Ten Hag segir United þurfa betri leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag vill taka næsta skref með Manchester United.
Erik ten Hag vill taka næsta skref með Manchester United. getty/Ash Donelon

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið þurfi betri leikmenn til að berjast um Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili.

United tryggði sér Meistaradeildarsæti með 4-1 sigri á Chelsea í gær. Ten Hag segir að United þurfi að gefa í til að geta tekið næsta skref.

„Þetta er góður grunnur til að byggja á en ráin mun hækka og kröfurnar sömuleiðis. Við þurfum að vinna með þennan hóp í sumar og styrkja hann,“ sagði Ten Hag eftir leikinn á Old Trafford í gær.

„Við viljum berjast um titilinn en þurfum að vera raunsæ. Við erum langt frá því núna og það er mikið verk óunnið en við þurfum betri leikmenn ef við ætlum að berjast á toppnum.“

United hefur meðal annars verið orðað við ensku landsliðsmennina Harry Kane, Mason Mount og Declan Rice að undanförnu.

United mætir Fulham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Segir Meistaradeildarsætið fínt en að liðið vilji meira

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var nokkuð sáttur eftir 4-1 sigur liðsins gegn Chelsea í kvöld. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Fernandes segir þó að liðið vilji meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×