Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2023 14:31 Lilja ætlar að reyna að koma böndum á umsvif auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. vísir/arnar Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent