Katrín keppir um þessar mundir á sterku undanúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Alls er keppt í sjö greinum og að þeim loknum munu tíu efstu konurnar vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikunum.
Þessi magnaði Íslendingur hefur verið á meðal tíu efstu keppenda allt mótið og glæstur árangur hennar í fimmtu grein, þar sem að hún endaði í 2. sæti, sá til þess að hún fékk 97 stig og lyfti sér upp í 2. sæti mótsins.
Síðustu tvær greinar mótsins fara fram í kvöld og verður greint frá lokaniðurstöðum hér á Vísi.