„Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 07:31 Jimmy Butler treður boltanum í körfuna án þess að Jaylen Brown komi vörnum við. AP/Michael Dwyer Miami Heat er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir öruggan nítján stiga sigur á Boston Celtics, 103-84, í oddaleik í Boston í nótt. Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023 NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira