„Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 07:31 Jimmy Butler treður boltanum í körfuna án þess að Jaylen Brown komi vörnum við. AP/Michael Dwyer Miami Heat er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir öruggan nítján stiga sigur á Boston Celtics, 103-84, í oddaleik í Boston í nótt. Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023 NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti