Körfubolti

Út með Doc og inn með Nurse

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Nurse gerði flotta hluti með lið Toronto Raptors og liðið vann titilinn undir hans stjórn sumarið 2019.
Nick Nurse gerði flotta hluti með lið Toronto Raptors og liðið vann titilinn undir hans stjórn sumarið 2019. Getty/Toronto Star

Nick Nurse verður næsti þjálfari Philadelphia 76ers í NBA deildinni í körfubolta en hann fær það verkefni að reyna að vinna fyrsta titil félagsins í meira en fjörutíu ár.

Nurse tekur við starfinu af Doc Rivers sem var látinn fara eftir að hafa dottið úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð.

Nurse hafði mikinn áhuga á því að vinna með Joel Embiid, mikilvægasta leikmanni tímabilsins, og þá þekkir hann vel til Daryl Morey, yfirmanns körfuboltamála hjá 76ers. Næst á dagskrá er að reyna að endursemja við James Harden sem er með lausan samning.

Þetta er hluti af miklum þjálfarakapal í NBA deildinni en Nurse var látinn fara hjá Toronto Raptors í apríl. Það má búast við að fleiri þjálfaralaus lið fari nú að finna nýja þjálfara víst að boltinn er byrjaður að rúlla.

Nurse gerði frábæra hluti hjá Toronto og liðið vann meðal annars NBA titilinn undir hans stjórn árið 2019. Hann var kosinn þjálfari ársins 2020.

Undir stjórn Nurse þá vann Toronto 58 prósent leikja sinna í deildarkeppni (227-163).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×