„Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 16:00 Jimmy Butler sækir að körfu Boston í sigrinum í nótt. AP/Michael Dwyer Hinn 33 ára gamli Jimmy Butler verður til umræðu í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, eftir að hafa leitt Miami Heat inn í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti