NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 15:56 Pólskir hermenn sem eru hluti af friðargæsluliði NATO standa vörð í bænum Zvecan þar sem átök brutust út við mótmælendur af serbneskum uppruna á mánudag. AP/Marjan Vucetic Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda liðsauka til Kósovó við þá um það bil fjögur þúsund hermenn sem eru fyrir í landinu. Önnur liðsveit verður sett í viðbragðsstöðu sem hægt verði að kalla hana hratt út ef þörf þykir á. Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð fjórar stórar bílalestir á vegum NATO á leið til norðurhluta Kósovó í gærkvöldi. Ákvörðunin er viðbragð við átökum sem blossuðu upp á milli friðargæsluliða og mótmælenda af serbneskum uppruna í bænum Zvecan í norðanverðu Kósovó á mánudag. Kósovóserbar sniðgengu sveitarstjórnarkosningar sem fóru nýlega fram í þessum héruðum og fyrir vikið náðu Kósovóalbanir kjöri í nokkrum bæjarfélögum. Mótmælendur reyndu að hefta för þeirra á mánudag. Íbúar í norðurhéruðunum eru að langmestu leyti af serbneskum ættum þó að á landsvísu séu um níutíu prósent af albönskum uppruna. Kósovóserbar eru margir enn ósáttir við að Kósovó hafi lýst yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki Kósovó sem fullvalda ríki. Þrjátíu friðargæsluliðar NATO særðust í átökunum og á sjötta tug mótmælenda. Boðað var til frekari mótmæla í dag. Of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir Ásakanir ganga á víxl á milli kósovóskra og serbneskra stjórnvalda. Þau fyrrnefndu saka Aleksandar Vucic, forseta Serbíu, um að ala á sundrung í Kósovó. Vucic segir stjórnvöld í Pristina bera ábyrgð á óróanum nú með því að ætla að koma Kósovóalbönum í bæjarstjórastóla í norðurhluta landsins með valdi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti kósovóska og serbneska leiðtoga til að sýna stillingu og draga úr spennunni. „Það er of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir, við ráðum ekki við enn meiri átök,“ sagði hann við fréttamenn í Brussel. Kósovó Serbía NATO Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda liðsauka til Kósovó við þá um það bil fjögur þúsund hermenn sem eru fyrir í landinu. Önnur liðsveit verður sett í viðbragðsstöðu sem hægt verði að kalla hana hratt út ef þörf þykir á. Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð fjórar stórar bílalestir á vegum NATO á leið til norðurhluta Kósovó í gærkvöldi. Ákvörðunin er viðbragð við átökum sem blossuðu upp á milli friðargæsluliða og mótmælenda af serbneskum uppruna í bænum Zvecan í norðanverðu Kósovó á mánudag. Kósovóserbar sniðgengu sveitarstjórnarkosningar sem fóru nýlega fram í þessum héruðum og fyrir vikið náðu Kósovóalbanir kjöri í nokkrum bæjarfélögum. Mótmælendur reyndu að hefta för þeirra á mánudag. Íbúar í norðurhéruðunum eru að langmestu leyti af serbneskum ættum þó að á landsvísu séu um níutíu prósent af albönskum uppruna. Kósovóserbar eru margir enn ósáttir við að Kósovó hafi lýst yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki Kósovó sem fullvalda ríki. Þrjátíu friðargæsluliðar NATO særðust í átökunum og á sjötta tug mótmælenda. Boðað var til frekari mótmæla í dag. Of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir Ásakanir ganga á víxl á milli kósovóskra og serbneskra stjórnvalda. Þau fyrrnefndu saka Aleksandar Vucic, forseta Serbíu, um að ala á sundrung í Kósovó. Vucic segir stjórnvöld í Pristina bera ábyrgð á óróanum nú með því að ætla að koma Kósovóalbönum í bæjarstjórastóla í norðurhluta landsins með valdi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti kósovóska og serbneska leiðtoga til að sýna stillingu og draga úr spennunni. „Það er of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir, við ráðum ekki við enn meiri átök,“ sagði hann við fréttamenn í Brussel.
Kósovó Serbía NATO Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira