The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2023 08:45 Daedalic Entertainment Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“ Gollum, eða Gollrir, er heimsfræg persóna úr bókum JRR Tolkien um Miðgarð. Leikurinn setur spilara í skó Gollum og fyllir upp í eyðurnar á milli bókanna um Hobbitann og Hringadróttinssögu. Tímabilið sem hann er handsamaður í Mordor og svo seinna meir í Mirkwood, þar sem hann hittir Gandálf. Þetta hljómar eins og áhugavert sögusvið og hægt væri að gefa sögunni góð skil. Ég hélt í vonina um að svo væri, þó ég væri búinn að sjá að leiknum hafi verið hræðilega illa tekið. Ég hef þó sjaldan sem aldrei átt svona erfitt með að spila leik til að skrifa um hann og hann minnir að mörgu leyti á leik frá tímum PlayStation 2. Hræðilega leiðinleg verkefni Mér finnst eiginlega hálf leiðinlegt að skrifa þetta. Eins og maður sé að sparka í liggjandi barn, eeeen í stuttu máli sagt, skil ég ekki að þessi leikur hafi verið gefin út. Hann er ekki skemmtilegur. Hann er ekki áhugaverður og hann lítur alveg hræðilega út. Byrjum á skemmtigildi leiksins. Í upphafi leiksins fær maður mögulega leiðinlegustu verkefni sem ég hef þurft að vinna í tölvuleik, því sem Gollum er maður látinn ganga í gegnum sömu helvítis göngin fram og til baka til að sækja drasl og gera einhverja þvælu. Verkefnin gætu varla verið meira óspennandi en þau eru í upphafi leiksins. Það hefur verið líkamlega erfitt að spila þennan leik vegna leiðinda. Daedalic Entertainment Meingallaðar hreyfingar „En hvað með þrautirnar Sammi? Eru þær í það minnsta skemmtilegar?“ spurði Óli samstarfsfélagi minn þegar ég bað hann um það í gær. Nei, Óli. Þær eru það ekki. Þrautir Gollum eru óþolandi. Gollum þarf oft að klifra upp veggi og hoppa hingað og þangað til að leysa ýmsar þrautir. Þær geta alveg verið krefjandi en það er aðallega vegna þess að stýrikerfi leiksins er hræðilegt. Það getur verið erfitt að sjá hvert maður á að fara og jafnvel þó maður fari rétta leið getur maður dáið því leikurinn virðist henda manni fram af sillum og Gollum virðist stundum neita að grípa í hluti. Daedalic Entertainment Það er mjög erfitt að hreyfa Gollum af mikilli nákvæmni. Það er hægt að láta hann hlaupa hratt, sem getur hrist upp í hlutunum, en hann getur það bara í kannski tvær sekúndur. Sem er ömurlegt. Myndavél leiksins hjálpar manni nákvæmlega ekki neitt við prílið og stökkin og þvælist mjög oft fyrir. Sem betur fer er leikurinn vistaður sjálfkrafa mjög oft svo maður þarf ekki að spila sömu hlutana aftur og aftur. Ég fann tíu mánaða gamla stiklu sem átti að sýna spilun leiksins og horfði á hana aftur. Við annað áhorf tók ég eftir því að stiklan sýnir ekki neina spilun heldur bara smá hluta af umhverfi leiksins nokkrar sekúndur í senn. Það hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum. Lélegur laumupúki Gollum ver töluverðum tíma í að fela sig, þar sem hann er lítill og aumur. Hann getur stundum kyrkt illa búna orka, sem er jákvætt. Orkar eru vondir og það er nauðsynlegt að kyrkja þá þegar það er í boði. Eins og með svo margt annað, er laumpúkakerfi Gollum eins og úr minnst tíu ára gömlum leik. Gollum felur sig undir borði og sést ekki þar, þó hann sitji bara þarna í beinni sjónlínu við orka. Svo getur hann kastað steinum til að afvegaleiða orka, skrímsli og aðra verði, sem gleyma því nánast jafnóðum að þeir hafi heyrt eitthvað eða séð eitthvað. Snemma í leiknum er eitt áhugavert lítið borð, þar sem Gollum þarf að forðast hina frægu Nazgûl. Það var spennandi en varði því miður stutt. Daedalic Entertainment Lítið jákvætt að segja um grafíkina Þegar kemur að útlit og grafík Gollum er lítið jákvætt að segja. Hönnun sjálfs Gollum er áhugaverð en grafíkin er einfaldlega hræðileg. Leikurinn lítur út eins og hann sé tuttugu ára gamall. Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða persónur eða umhverfi. Þetta er allt slæmt. Til marks um það er einn maður sem maður hittir snemma í leiknum sem er með langt skegg. Þegar hann talar, hreyfist skeggið eins og það sé áfast á hökunni á honum og hverfur inn í búk hans. Þetta ætti ekki að sjást í nútímaleik. Framleiðendur Gollum hafa beðist afsökunar á því hvað leikurinn er hræðilegur. Gollum og Sméagol Sá hluti leiksins sem er hvað áhugaverðastur snýr að sambandi Gollum og Sméagol. Eins og allir eiga að vita er Gollum með tvo persónuleika. Gollum er sá vondi og Sméagol er sá góði, þó hann sé eiginlega drullusokkur líka. Spilarar fá oft að taka ákvörðun um hvað Gollum segir við aðrar persónur í leiknum og þá þurfa Gollum og Sméagol stundum að rífast um þá ákvörðun. Þetta skiptir í raun litlu máli fyrir leikinn sjálfan, en veitir þó áhugaverða innsýn í Gollum sjálfan. Samantekt-ish Á slæmu leikjaári er einn leikur sem stendur upp úr. Það verður að teljast afrek. Leikurinn um Gollum gæti í það minnsta hafa verið áhugaverður og fyllt upp í eyðurnar í sögu hans. Hann gerir það samt ekki. Leikurinn fangar mann engan veginn og lítur út fyrir að vera fimmtán ára gamall. Best væri að þessi leikur færi sömu leið og Gollum sjálfur og yrði varpað í Mt Doom. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Gollum, eða Gollrir, er heimsfræg persóna úr bókum JRR Tolkien um Miðgarð. Leikurinn setur spilara í skó Gollum og fyllir upp í eyðurnar á milli bókanna um Hobbitann og Hringadróttinssögu. Tímabilið sem hann er handsamaður í Mordor og svo seinna meir í Mirkwood, þar sem hann hittir Gandálf. Þetta hljómar eins og áhugavert sögusvið og hægt væri að gefa sögunni góð skil. Ég hélt í vonina um að svo væri, þó ég væri búinn að sjá að leiknum hafi verið hræðilega illa tekið. Ég hef þó sjaldan sem aldrei átt svona erfitt með að spila leik til að skrifa um hann og hann minnir að mörgu leyti á leik frá tímum PlayStation 2. Hræðilega leiðinleg verkefni Mér finnst eiginlega hálf leiðinlegt að skrifa þetta. Eins og maður sé að sparka í liggjandi barn, eeeen í stuttu máli sagt, skil ég ekki að þessi leikur hafi verið gefin út. Hann er ekki skemmtilegur. Hann er ekki áhugaverður og hann lítur alveg hræðilega út. Byrjum á skemmtigildi leiksins. Í upphafi leiksins fær maður mögulega leiðinlegustu verkefni sem ég hef þurft að vinna í tölvuleik, því sem Gollum er maður látinn ganga í gegnum sömu helvítis göngin fram og til baka til að sækja drasl og gera einhverja þvælu. Verkefnin gætu varla verið meira óspennandi en þau eru í upphafi leiksins. Það hefur verið líkamlega erfitt að spila þennan leik vegna leiðinda. Daedalic Entertainment Meingallaðar hreyfingar „En hvað með þrautirnar Sammi? Eru þær í það minnsta skemmtilegar?“ spurði Óli samstarfsfélagi minn þegar ég bað hann um það í gær. Nei, Óli. Þær eru það ekki. Þrautir Gollum eru óþolandi. Gollum þarf oft að klifra upp veggi og hoppa hingað og þangað til að leysa ýmsar þrautir. Þær geta alveg verið krefjandi en það er aðallega vegna þess að stýrikerfi leiksins er hræðilegt. Það getur verið erfitt að sjá hvert maður á að fara og jafnvel þó maður fari rétta leið getur maður dáið því leikurinn virðist henda manni fram af sillum og Gollum virðist stundum neita að grípa í hluti. Daedalic Entertainment Það er mjög erfitt að hreyfa Gollum af mikilli nákvæmni. Það er hægt að láta hann hlaupa hratt, sem getur hrist upp í hlutunum, en hann getur það bara í kannski tvær sekúndur. Sem er ömurlegt. Myndavél leiksins hjálpar manni nákvæmlega ekki neitt við prílið og stökkin og þvælist mjög oft fyrir. Sem betur fer er leikurinn vistaður sjálfkrafa mjög oft svo maður þarf ekki að spila sömu hlutana aftur og aftur. Ég fann tíu mánaða gamla stiklu sem átti að sýna spilun leiksins og horfði á hana aftur. Við annað áhorf tók ég eftir því að stiklan sýnir ekki neina spilun heldur bara smá hluta af umhverfi leiksins nokkrar sekúndur í senn. Það hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum. Lélegur laumupúki Gollum ver töluverðum tíma í að fela sig, þar sem hann er lítill og aumur. Hann getur stundum kyrkt illa búna orka, sem er jákvætt. Orkar eru vondir og það er nauðsynlegt að kyrkja þá þegar það er í boði. Eins og með svo margt annað, er laumpúkakerfi Gollum eins og úr minnst tíu ára gömlum leik. Gollum felur sig undir borði og sést ekki þar, þó hann sitji bara þarna í beinni sjónlínu við orka. Svo getur hann kastað steinum til að afvegaleiða orka, skrímsli og aðra verði, sem gleyma því nánast jafnóðum að þeir hafi heyrt eitthvað eða séð eitthvað. Snemma í leiknum er eitt áhugavert lítið borð, þar sem Gollum þarf að forðast hina frægu Nazgûl. Það var spennandi en varði því miður stutt. Daedalic Entertainment Lítið jákvætt að segja um grafíkina Þegar kemur að útlit og grafík Gollum er lítið jákvætt að segja. Hönnun sjálfs Gollum er áhugaverð en grafíkin er einfaldlega hræðileg. Leikurinn lítur út eins og hann sé tuttugu ára gamall. Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða persónur eða umhverfi. Þetta er allt slæmt. Til marks um það er einn maður sem maður hittir snemma í leiknum sem er með langt skegg. Þegar hann talar, hreyfist skeggið eins og það sé áfast á hökunni á honum og hverfur inn í búk hans. Þetta ætti ekki að sjást í nútímaleik. Framleiðendur Gollum hafa beðist afsökunar á því hvað leikurinn er hræðilegur. Gollum og Sméagol Sá hluti leiksins sem er hvað áhugaverðastur snýr að sambandi Gollum og Sméagol. Eins og allir eiga að vita er Gollum með tvo persónuleika. Gollum er sá vondi og Sméagol er sá góði, þó hann sé eiginlega drullusokkur líka. Spilarar fá oft að taka ákvörðun um hvað Gollum segir við aðrar persónur í leiknum og þá þurfa Gollum og Sméagol stundum að rífast um þá ákvörðun. Þetta skiptir í raun litlu máli fyrir leikinn sjálfan, en veitir þó áhugaverða innsýn í Gollum sjálfan. Samantekt-ish Á slæmu leikjaári er einn leikur sem stendur upp úr. Það verður að teljast afrek. Leikurinn um Gollum gæti í það minnsta hafa verið áhugaverður og fyllt upp í eyðurnar í sögu hans. Hann gerir það samt ekki. Leikurinn fangar mann engan veginn og lítur út fyrir að vera fimmtán ára gamall. Best væri að þessi leikur færi sömu leið og Gollum sjálfur og yrði varpað í Mt Doom.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira