Anníe Mist getur komist á heimsleika með fjórtán ára millibili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 06:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft vel og þykir líkleg til að tryggja sér heimsleikasæti. Instagram/@anniethorisdottir Óhætt er að segja að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvað íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir gerir á undanúrslitamótinu í Berlín en einstaklingskeppnin hefst í dag og þar verður barist um laus sæti á heimsleikunum í haust. Spenningurinn einokast ekki aðeins við Ísland enda vill eflaust allur CrossFit heimurinn fá svar við því hvort Anníe Mist hafi sem þarf til til að verða sú fyrsta sem keppir í meistaraflokki á heimsleikum með fjórtán ára millibili. Anníe Mist keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og frá 2010 til 2014 vann hún tvo heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe keppti síðast í einstaklingskeppni heimsleikana árið 2021 og náði þá þriðja sætinu sem var jafnframt í sjötta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á leikunum. Anníe sá vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur tryggja sér sæti á sínum tíundu heimsleikum um síðustu helgi og komist Anníe þangað líka þá mun hún keppa á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingssæti. Ellefu sæti eru í boði fyrir Evrópu og allar fjórar íslensku stelpurnar gera sig líklegar til að tryggja sér farseðilinn. Anníe náði sjötta besta árangrinum í fjórðungsúrslitunum og var þar einu sæti á eftir Þuríði Erlu Helgadóttur. Þuríður Erla getur tryggt sig inn á sína fjórðu heimsleika í röð en hún varð efst íslensku stelpnanna á heimsleikunum í fyrra. Þetta yrði hennar níundi heimsleikar komist hún alla leið. Augu margra verða einnig á Söru Sigmundsdóttur sem varð níunda í fjórðungsúrslitunum og hefur sýnt að undanförnu að hún sé á réttri leið í hóp þeirra bestu í heimi á ný eftir að hafa misst úr tvö ár vegna erfiðra hnémeiðsla og vandamálum tengdum þeim. Sara hefur ekki komist á síðustu tvo heimsleika og það eru liðin sex ár síðan hún endaði síðast meðal þeirra efstu á heimsleikum. Fyrst á dagskrá hjá Söru er að koma sér inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig Sigurðardóttir þarf að gera betur en í fjórðungsúrslitunum ætli hún að komast á aðra heimsleikana í röð. Aðeins hún og Þuríður Erla komust alla leið á heimsleikana af íslensku stelpunum í einstaklingskeppninni í fyrra. Sólveig endaði í sextánda sæti í fjórðungsúrslitunum og þarf því að hækka sig um sex sæti til að komast til Madison. Vonandi skilar það sér að hafa æft með Anníe Mist í undirbúningnum fyrir mótið. Björgvin Karl Guðmundsson varð annar í Evrópu í fjórðungsúrslitunum og hefur allt til alls til að tryggja sig inn á tíundu heimsleika sína í röð sem yrði magnaður árangur og tákn um hans ótrúlega stöðugleika í hópi þeirra bestu. Björgvin Karl hefur endað inn á topp tíu á heimsleikunum undanfarin átta ár. Í dag fara fram tvær greinar, sú fyrri nú lukkan 7.55 að íslenskum tíma en sú síðari klukkan hálf tvö í dag. CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Spenningurinn einokast ekki aðeins við Ísland enda vill eflaust allur CrossFit heimurinn fá svar við því hvort Anníe Mist hafi sem þarf til til að verða sú fyrsta sem keppir í meistaraflokki á heimsleikum með fjórtán ára millibili. Anníe Mist keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og frá 2010 til 2014 vann hún tvo heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe keppti síðast í einstaklingskeppni heimsleikana árið 2021 og náði þá þriðja sætinu sem var jafnframt í sjötta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á leikunum. Anníe sá vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur tryggja sér sæti á sínum tíundu heimsleikum um síðustu helgi og komist Anníe þangað líka þá mun hún keppa á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingssæti. Ellefu sæti eru í boði fyrir Evrópu og allar fjórar íslensku stelpurnar gera sig líklegar til að tryggja sér farseðilinn. Anníe náði sjötta besta árangrinum í fjórðungsúrslitunum og var þar einu sæti á eftir Þuríði Erlu Helgadóttur. Þuríður Erla getur tryggt sig inn á sína fjórðu heimsleika í röð en hún varð efst íslensku stelpnanna á heimsleikunum í fyrra. Þetta yrði hennar níundi heimsleikar komist hún alla leið. Augu margra verða einnig á Söru Sigmundsdóttur sem varð níunda í fjórðungsúrslitunum og hefur sýnt að undanförnu að hún sé á réttri leið í hóp þeirra bestu í heimi á ný eftir að hafa misst úr tvö ár vegna erfiðra hnémeiðsla og vandamálum tengdum þeim. Sara hefur ekki komist á síðustu tvo heimsleika og það eru liðin sex ár síðan hún endaði síðast meðal þeirra efstu á heimsleikum. Fyrst á dagskrá hjá Söru er að koma sér inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig Sigurðardóttir þarf að gera betur en í fjórðungsúrslitunum ætli hún að komast á aðra heimsleikana í röð. Aðeins hún og Þuríður Erla komust alla leið á heimsleikana af íslensku stelpunum í einstaklingskeppninni í fyrra. Sólveig endaði í sextánda sæti í fjórðungsúrslitunum og þarf því að hækka sig um sex sæti til að komast til Madison. Vonandi skilar það sér að hafa æft með Anníe Mist í undirbúningnum fyrir mótið. Björgvin Karl Guðmundsson varð annar í Evrópu í fjórðungsúrslitunum og hefur allt til alls til að tryggja sig inn á tíundu heimsleika sína í röð sem yrði magnaður árangur og tákn um hans ótrúlega stöðugleika í hópi þeirra bestu. Björgvin Karl hefur endað inn á topp tíu á heimsleikunum undanfarin átta ár. Í dag fara fram tvær greinar, sú fyrri nú lukkan 7.55 að íslenskum tíma en sú síðari klukkan hálf tvö í dag.
CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira