Enski boltinn

Liverpool hefði ekki einu sinni komist í Evrópudeildina án VAR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Varsjáin hjálpaði Jürgen Klopp og lærisveinum hans hjá Liverpool inn í Evrópudeildina.
Varsjáin hjálpaði Jürgen Klopp og lærisveinum hans hjá Liverpool inn í Evrópudeildina. Getty/Catherine Ivill

Myndbandadómgæslan kom talsvert við sögu á nýloknu tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og nú hafa menn reiknað út hvernig taflan væri öðruvísi án aðkomu VAR.

Aston Villa er það lið sem græddi mest á Varsjánni en liðið fékk tíu aukastig eftir aðkomu mannanna í Stockley Park. Vill hefði annars endað í tíunda sæti.

Staðan væri líka talsvert önnur hjá Liverpool án VAR því bæði Brighton og Tottenham hefðu endað fyrir ofan Liverpool án myndabandadómgæslunnar. Liverpool hefði því ekki einu sinni komist í Evrópudeildina án VAR.

Tottenham hefði hoppað upp um tvö sæti og upp í sjötta sætið. ESPN tók þetta saman og má finna niðurstöðurnar hér.

Efstu fjögur sætin breyttust ekkert og Manchester City hefði unnið ensku úrvalsdeildina með ellefu stigum.

Leicester City hefði ekki fallið ef Varsjáin hefði ekki verið á verðinum því í stað liðsins hefði Nottingham Forest fallið. Forest hefði endað þremur sætum neðar án VAR.

Crystal Palace og Bournemoth hefðu bæði endað tveimur sætum neðra en Everton hefði eins og Leicester verið tveimur sætum ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×