Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 22:23 Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna frétta dagsins segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Vísir/Einar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni. Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni.
Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira