Þögull sem gröfin í skugga þrálátra sögusagna Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 07:01 Ange Postecoglou með skoska bikarmeistaratitilinn í höndunum Vísir/Getty Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri skoska liðsins Celtic sem í gær tryggði sér þrennuna í Skotlandi, var þögull sem gröfin er hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu. Postecoglou er ítrekað orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham. Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou. Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou.
Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira