Þögull sem gröfin í skugga þrálátra sögusagna Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 07:01 Ange Postecoglou með skoska bikarmeistaratitilinn í höndunum Vísir/Getty Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri skoska liðsins Celtic sem í gær tryggði sér þrennuna í Skotlandi, var þögull sem gröfin er hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu. Postecoglou er ítrekað orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham. Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou. Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou.
Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira