Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 11:00 Hamilton og Russell skullu saman. Vísir/Skjáskot Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira