Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 12:31 Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana. Aðsend Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend
Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira