Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2023 23:03 Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk fór fyrir mótmælendum. EPA Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið. Pólland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið.
Pólland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira