Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2023 14:24 Kristjáni Hreinssyni hefur verið sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, hafa verið lögð niður. aðsend Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif. Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira