Fyrsti laxinn í gegnum teljarann Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2023 08:30 Elliðaár - Laxateljari Teljarinn var settur niður í gær í Elliðaánum en fyrstu laxarnir hafa einmitt verið að sýna sig í ánni svo það mátti ekki seinna vera. Það var svo í nótt að fyrsti laxinn fór í gegn en það var 77 sm hrygna. Unnendur Elliðaánna sem gengu meðfram ánni í gær sáu laxa í Efri Móhyl, Teljarastreng og í Sjávarfossi svo það er ekkert ólíklegt að þessi hrygna hafi verið einn af þeim löxum. Fyrstu laxarnir eru ansi fljótir upp ána og gætu verið komnir upp á efri svæðin frá Símastreng og upp í Höfuðhyl þegar veiði hefst. Það er stórstreymt núna svo það má alveg eiga von á því að þessi tala í teljaranum skríði eitthvað upp í dag og nótt og svo auðvitað á hún eftir að hækka hratt næstu 2-3 vikurnar. Það er hægt að skoða myndband af hrygnunni HÉR en þetta er heimasíða Riverwatcher sem er rekstraraðili og framleiðandi laxateljarans í Elliðaánum og víðar. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Það var svo í nótt að fyrsti laxinn fór í gegn en það var 77 sm hrygna. Unnendur Elliðaánna sem gengu meðfram ánni í gær sáu laxa í Efri Móhyl, Teljarastreng og í Sjávarfossi svo það er ekkert ólíklegt að þessi hrygna hafi verið einn af þeim löxum. Fyrstu laxarnir eru ansi fljótir upp ána og gætu verið komnir upp á efri svæðin frá Símastreng og upp í Höfuðhyl þegar veiði hefst. Það er stórstreymt núna svo það má alveg eiga von á því að þessi tala í teljaranum skríði eitthvað upp í dag og nótt og svo auðvitað á hún eftir að hækka hratt næstu 2-3 vikurnar. Það er hægt að skoða myndband af hrygnunni HÉR en þetta er heimasíða Riverwatcher sem er rekstraraðili og framleiðandi laxateljarans í Elliðaánum og víðar.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði