Auðjöfur sektaður um átján milljónir fyrir hraðakstur Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:33 Frá Maríuhöfn á Álandseyjum. Eyjarnar tilheyra Finnlandi en hafa sjálfsstjórn í ýmsum málefnum. Meirihluti íbúa þar er sænskumælandi. Getty Auðugasti íbúi Álandseyja var sektaður um meira en 120.000 evrur, jafnvirði um 18,3 milljóna íslenskra króna, fyrir að aka of hratt um helgina. Hraðasektir eru tekjutengdar í Finnlandi og segist auðmaðurinn vonast til þess að sektin nýtist til að bæta heilbrigðisþjónustu. Anders Wiklöf, umsvifamikill athafnamaður, var gripinn glóðvolgur á 82 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var fimmtíu kílómetrar á klukkustund nærri Maríuhöfn á Álandseyjum á laugardag. Hann segir staðarblaðinu Nya Åland að hann hafi verið byrjaður að hægja á sér þar sem hámarkshraði lækkaði úr sjötíu í fimmtíu en greinilega ekki nógu mikið þannig að svo fór sem fór. „Ég harma þetta virkilega og ég vona að peningarnir verði notaðir í heilbrigðisþjónustu í gegnum ríkissjóð,“ sagði Wiklöf sem missti einnig ökuskírteini sitt í tíu daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wiklöf kemst í fréttirnar fyrir háar umferðarsektir. Hann var sektaður um 63.680 evrur, rúmar 9,6 milljónir króna, fyrir hraðakstur árið 2018 og 95.000 evrur, jafnvirði tæpra 14,4 milljóna króna, fimm árum áður. Þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle segir að Wiklöf sér stjórnarformaður eignarhaldsfélag sem heldur meðal annars utan um þyrluþjónustu, fasteignafyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Hann sé stundum nefndur „kóngur“ Álandseyja. Álandseyjar Finnland Umferðaröryggi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Anders Wiklöf, umsvifamikill athafnamaður, var gripinn glóðvolgur á 82 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var fimmtíu kílómetrar á klukkustund nærri Maríuhöfn á Álandseyjum á laugardag. Hann segir staðarblaðinu Nya Åland að hann hafi verið byrjaður að hægja á sér þar sem hámarkshraði lækkaði úr sjötíu í fimmtíu en greinilega ekki nógu mikið þannig að svo fór sem fór. „Ég harma þetta virkilega og ég vona að peningarnir verði notaðir í heilbrigðisþjónustu í gegnum ríkissjóð,“ sagði Wiklöf sem missti einnig ökuskírteini sitt í tíu daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wiklöf kemst í fréttirnar fyrir háar umferðarsektir. Hann var sektaður um 63.680 evrur, rúmar 9,6 milljónir króna, fyrir hraðakstur árið 2018 og 95.000 evrur, jafnvirði tæpra 14,4 milljóna króna, fimm árum áður. Þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle segir að Wiklöf sér stjórnarformaður eignarhaldsfélag sem heldur meðal annars utan um þyrluþjónustu, fasteignafyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Hann sé stundum nefndur „kóngur“ Álandseyja.
Álandseyjar Finnland Umferðaröryggi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira