Enski boltinn

Nýi stjórinn vill fá Maguire til Spurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Maguire gæti verið á förum frá Manchester United.
Harry Maguire gæti verið á förum frá Manchester United. getty/James Williamson

Ange Postecoglou, nýr knattspyrnustjóri Tottenham, vill fá Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, til liðsins.

Postecoglou var ráðinn stjóri Spurs í gær. Hann kemur til liðsins frá Celtic sem hann gerði að þreföldum meisturum á síðasta tímabili.

Meðal leikmanna sem Postecoglou hefur áhuga á að fá til Spurs er Maguire. Framtíð hans hjá United er í óvissu.

Maguire missti sæti sitt í byrjunarliði United í vetur og fékk æ færri tækifæri eftir því sem leið á tímabilið. Talið er að Erik ten Hag, stjóri United, sé opinn fyrir því að selja enska landsliðsmanninn.

Maguire kom til United frá Leicester City 2019. Hálfu ári eftir komuna til United var Maguire gerður að fyrirliða United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×