Enski boltinn

United gæti reynt að kaupa hinn danska Haaland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rasmus Højlund er eftirsóttur.
Rasmus Højlund er eftirsóttur. getty/Emilio Andreoli

Manchester United er með nokkra varakosti ef félagið nær ekki að kaupa Harry Kane frá Tottenham í sumar.

United ætlar að kaupa framherja og hefur verið þrálátlega orðað við Kane. Það gæti hins vegar reynst þrautinni þyngri að kaupa hann þar sem Daniel Levy, eigandi Tottenham, vill ekki selja hann til annars félags í ensku úrvalsdeildinni.

Ef ekki tekst að landa Kane er United samt með nokkra aðra kosti í stöðunni. Meðal þeirra eru Randal Kolo Muani og Rasmus Højlund.

Kolo Muani, sem er franskur landsliðsmaður, leikur með Frankfurt og skoraði 23 mörk í 46 leikjum á síðasta tímabili.

Højlund, sem hefur verið kallaður hinn danski Erling Haaland, er tvítugur og leikur með Atalanta. Hann gekk í raðir liðsins frá Sturm Graz í fyrra. Í vetur skoraði hann tíu mörk í 34 leikjum fyrir Atalanta. Højlund hefur skorað fimm mörk í fjórum landsleikjum fyrir Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×