Andrea endaði í 35. sæti og Arnar hætti keppni Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 14:04 Íslenski hópurinn á HM í utanvegahlaupum í Austurríki FRÍ/Sigurður Pétur Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, í Austurríki í dag. Hún var um tíma ansi framarlega en endaði í 35. sæti. Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Sjá meira
Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir.
Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Sjá meira
Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30