Svona endast karlmenn lengur í rúminu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. júní 2023 20:27 Um 40 prósent karlmanna á öllum aldri glíma við ótímabært sáðlát. Getty Ótímabært sáðlát (e. Premature ejaculation) gerist innan við sextíu sekúndum eftir að samfarir hefjast, eða áður en þú eða maki þinn eruð tilbúin að ljúka athöfninni. Um 40 prósent karlmanna á öllum aldri glíma við vandann. Breski kynlífssérfræðingurinn og rithöfundurinn Tracey Cox birti lista á vefsíðu sinni með ráðum hvernig karlmenn geta enst lengur í rúminu án þess að fá sáðlát. „Af öllum þeim spurningum sem ég fæ frá karlmönnum er þessi ávallt efst á listanum,“ segir Cox og bendir á að margir karlmenn eiga það til ofmeta það sem flokkast sem ótímabært sáðlát. „Sannleikurinn er sá að meðalmaðurinn endist í um tvær til fimm mínútur.“ Cox spurði hóp karlmanna hversu lengir þeir töldu aðrir menn endast í rúminu, flestir sögðu á bilinu tíu til sextíu mínútur. Hér að neðan má finna ráð sem geta hjálpað karlmönnum að endast lengur í rúminu. Ekki trúa öllu sem þú heyrir „Að endast lengur gerir þig ekki að betri elskhuga, sérstaklega ef þú ert að sofa hjá konu, þar sem flestar konur fá fullnægingu við örvun á sníp.“ Talið er aðeins um átján prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng. „Ljúktu þér hratt af og gefðu henni svo unaðslega fullnægingu með munnmökum eða handafimi.“ Talið er aðeins 18 prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng.Getty Heilbrigt líferni samsvarar heilbrigðu typpi Með heilbrigðu líferni eykur þú heilbrigði typpisins að sögn Cox. Hún ráðleggur karlmönnum að borða hollt, hreyfa sig og huga að andlegri heilsu. Þá sé mikilvægt að hætta að reykja og hafa neyslu áfengis í hófi. Heilsusamlegt líferni getur stuðlað að heilbrigðu typpi.Getty Stundaðu sjálfsfróun fyrir samfarir Til að endast sem lengst í rúminu væri sjálfsfróun fyrir samfarir góð hugmynd, sérstaklega ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Sjálfsfróun fyrir samfarir getur hjálpað til við að endast lengur.Getty Notaðu smokk Með notkun smokks verður næmni typpisins minni og getur því hjálpað til við að endast lengur í samförum. Smokkurinn getur dregið úr næmni typpisins.Getty Krem sem deyfir og seinkar Ef smokkurinn virkar ekki getur verið ráð að prófa sig áfram með svokallað seinkunar-krem (e. delay cream). Kremið hefur þau áhrif að deyfa typpið sem dregur úr næmni og seinkar sáðláti, án þess þó að hafa áhrif á stinningu typpisins. „Prófaðu kremið fyrst í sjálfsfróun áður en þú stundar kynlíf en hafðu í huga að kremið getur einnig haft deyfandi áhrif á makann.“ Krem getur hjálpað til við að seinka sáðláti.Getty Breyttu aðferðinni við sjálfsfróun Fjölbreytt aðferð í sjálfsfróun getur endurforritað typpið, ef svo má að orði komast, og lengt tímann að sáðláti. „Ef það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur eða mínútur að fá fullnægingu við sjálfsfróun ertu búinn að forrita typpið við þann tíma. Með breyttri tækni og örvun á önnur svæði typpisins getur þú lengt tímann sem þú endist.“ Slík forritun á það til að tengjast sjálfsfróun á yngri árum sem þurfti að klára hratt og örugglega svo enginn myndi labba óvart inn til manns. Umræðan um sjálfsfróun hefur oft og tíðum verið neikvæð og getur ýtt undir skömm og sektarkennd. Getty Styrktu grindarbotnsvöðvana Reglulegar grindarbotnsæfingar geta bætt ristruflun um 75 prósent hjá karlmönnum en hjálpar einnig til við að hafa betri stjórn á sáðláti. Æfingarnar hafa oft verið kenndar við konur sem hafa verið hvattar til að æfa grindarbotninn eftir barnsburð. „Æfðu þig að stoppa pissubununa sem sýnir bæði hvort þú kunnir að spenna grindarbotninn og hvort hann sé nógu sterkur. Önnur leið er að reyna að lyfta eistunum án þess að nota hendur.“ Sterkir grindabotnsvöðvar eru allra meina bót fyrir typpið.Getty Stundaðu kynlíf oftar Því oftar sem þú stundað kynlíf því meiri stjórn hefur þú á fullnægingunni að sögn Cox: „Það er eðlilegt að geta ekki haft stjórn á sér ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Þó svo að þú eigir ekki maka hjálpar sjálfsfróun líka til að endast lengur í rúminu.“ Meira kynlíf meira þol.Getty Slepptu uppáhaldskynlífsstellingunni Ákveðnar kynlífsstellingar geta ýtt undir meiri spennu og aukna örvun hjá karlmönnum. Til þess að endast sem lengst er ráðlagt velja þá stellingu sem krefst meiri einbeitingar og veitir minni örvun. „Ráðlagt er að sleppa því að stunda kynlíf í trúboðastellingunni og hundastellingunni (e. doggy-style).“ Sumar kynlífsstellingar hafa meiri örvandi áhrif en aðrar.Getty Kynlíf Tengdar fréttir Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum. 12. maí 2023 22:01 Mælir með að geyma snípinn þar til síðast Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 17. apríl 2023 20:30 Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass. 18. maí 2023 20:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Breski kynlífssérfræðingurinn og rithöfundurinn Tracey Cox birti lista á vefsíðu sinni með ráðum hvernig karlmenn geta enst lengur í rúminu án þess að fá sáðlát. „Af öllum þeim spurningum sem ég fæ frá karlmönnum er þessi ávallt efst á listanum,“ segir Cox og bendir á að margir karlmenn eiga það til ofmeta það sem flokkast sem ótímabært sáðlát. „Sannleikurinn er sá að meðalmaðurinn endist í um tvær til fimm mínútur.“ Cox spurði hóp karlmanna hversu lengir þeir töldu aðrir menn endast í rúminu, flestir sögðu á bilinu tíu til sextíu mínútur. Hér að neðan má finna ráð sem geta hjálpað karlmönnum að endast lengur í rúminu. Ekki trúa öllu sem þú heyrir „Að endast lengur gerir þig ekki að betri elskhuga, sérstaklega ef þú ert að sofa hjá konu, þar sem flestar konur fá fullnægingu við örvun á sníp.“ Talið er aðeins um átján prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng. „Ljúktu þér hratt af og gefðu henni svo unaðslega fullnægingu með munnmökum eða handafimi.“ Talið er aðeins 18 prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng.Getty Heilbrigt líferni samsvarar heilbrigðu typpi Með heilbrigðu líferni eykur þú heilbrigði typpisins að sögn Cox. Hún ráðleggur karlmönnum að borða hollt, hreyfa sig og huga að andlegri heilsu. Þá sé mikilvægt að hætta að reykja og hafa neyslu áfengis í hófi. Heilsusamlegt líferni getur stuðlað að heilbrigðu typpi.Getty Stundaðu sjálfsfróun fyrir samfarir Til að endast sem lengst í rúminu væri sjálfsfróun fyrir samfarir góð hugmynd, sérstaklega ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Sjálfsfróun fyrir samfarir getur hjálpað til við að endast lengur.Getty Notaðu smokk Með notkun smokks verður næmni typpisins minni og getur því hjálpað til við að endast lengur í samförum. Smokkurinn getur dregið úr næmni typpisins.Getty Krem sem deyfir og seinkar Ef smokkurinn virkar ekki getur verið ráð að prófa sig áfram með svokallað seinkunar-krem (e. delay cream). Kremið hefur þau áhrif að deyfa typpið sem dregur úr næmni og seinkar sáðláti, án þess þó að hafa áhrif á stinningu typpisins. „Prófaðu kremið fyrst í sjálfsfróun áður en þú stundar kynlíf en hafðu í huga að kremið getur einnig haft deyfandi áhrif á makann.“ Krem getur hjálpað til við að seinka sáðláti.Getty Breyttu aðferðinni við sjálfsfróun Fjölbreytt aðferð í sjálfsfróun getur endurforritað typpið, ef svo má að orði komast, og lengt tímann að sáðláti. „Ef það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur eða mínútur að fá fullnægingu við sjálfsfróun ertu búinn að forrita typpið við þann tíma. Með breyttri tækni og örvun á önnur svæði typpisins getur þú lengt tímann sem þú endist.“ Slík forritun á það til að tengjast sjálfsfróun á yngri árum sem þurfti að klára hratt og örugglega svo enginn myndi labba óvart inn til manns. Umræðan um sjálfsfróun hefur oft og tíðum verið neikvæð og getur ýtt undir skömm og sektarkennd. Getty Styrktu grindarbotnsvöðvana Reglulegar grindarbotnsæfingar geta bætt ristruflun um 75 prósent hjá karlmönnum en hjálpar einnig til við að hafa betri stjórn á sáðláti. Æfingarnar hafa oft verið kenndar við konur sem hafa verið hvattar til að æfa grindarbotninn eftir barnsburð. „Æfðu þig að stoppa pissubununa sem sýnir bæði hvort þú kunnir að spenna grindarbotninn og hvort hann sé nógu sterkur. Önnur leið er að reyna að lyfta eistunum án þess að nota hendur.“ Sterkir grindabotnsvöðvar eru allra meina bót fyrir typpið.Getty Stundaðu kynlíf oftar Því oftar sem þú stundað kynlíf því meiri stjórn hefur þú á fullnægingunni að sögn Cox: „Það er eðlilegt að geta ekki haft stjórn á sér ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Þó svo að þú eigir ekki maka hjálpar sjálfsfróun líka til að endast lengur í rúminu.“ Meira kynlíf meira þol.Getty Slepptu uppáhaldskynlífsstellingunni Ákveðnar kynlífsstellingar geta ýtt undir meiri spennu og aukna örvun hjá karlmönnum. Til þess að endast sem lengst er ráðlagt velja þá stellingu sem krefst meiri einbeitingar og veitir minni örvun. „Ráðlagt er að sleppa því að stunda kynlíf í trúboðastellingunni og hundastellingunni (e. doggy-style).“ Sumar kynlífsstellingar hafa meiri örvandi áhrif en aðrar.Getty
Kynlíf Tengdar fréttir Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum. 12. maí 2023 22:01 Mælir með að geyma snípinn þar til síðast Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 17. apríl 2023 20:30 Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass. 18. maí 2023 20:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum. 12. maí 2023 22:01
Mælir með að geyma snípinn þar til síðast Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 17. apríl 2023 20:30
Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass. 18. maí 2023 20:00