Breski kynlífssérfræðingurinn og rithöfundurinn Tracey Cox birti lista á vefsíðu sinni með ráðum hvernig karlmenn geta enst lengur í rúminu án þess að fá sáðlát.
„Af öllum þeim spurningum sem ég fæ frá karlmönnum er þessi ávallt efst á listanum,“ segir Cox og bendir á að margir karlmenn eiga það til ofmeta það sem flokkast sem ótímabært sáðlát.
„Sannleikurinn er sá að meðalmaðurinn endist í um tvær til fimm mínútur.“
Cox spurði hóp karlmanna hversu lengir þeir töldu aðrir menn endast í rúminu, flestir sögðu á bilinu tíu til sextíu mínútur.
Hér að neðan má finna ráð sem geta hjálpað karlmönnum að endast lengur í rúminu.
Ekki trúa öllu sem þú heyrir
„Að endast lengur gerir þig ekki að betri elskhuga, sérstaklega ef þú ert að sofa hjá konu, þar sem flestar konur fá fullnægingu við örvun á sníp.“
Talið er aðeins um átján prósent kvenna fái fullnægingu í gegnum leggöng.
„Ljúktu þér hratt af og gefðu henni svo unaðslega fullnægingu með munnmökum eða handafimi.“

Heilbrigt líferni samsvarar heilbrigðu typpi
Með heilbrigðu líferni eykur þú heilbrigði typpisins að sögn Cox. Hún ráðleggur karlmönnum að borða hollt, hreyfa sig og huga að andlegri heilsu. Þá sé mikilvægt að hætta að reykja og hafa neyslu áfengis í hófi.

Stundaðu sjálfsfróun fyrir samfarir
Til að endast sem lengst í rúminu væri sjálfsfróun fyrir samfarir góð hugmynd, sérstaklega ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma.

Notaðu smokk
Með notkun smokks verður næmni typpisins minni og getur því hjálpað til við að endast lengur í samförum.

Krem sem deyfir og seinkar
Ef smokkurinn virkar ekki getur verið ráð að prófa sig áfram með svokallað seinkunar-krem (e. delay cream). Kremið hefur þau áhrif að deyfa typpið sem dregur úr næmni og seinkar sáðláti, án þess þó að hafa áhrif á stinningu typpisins.
„Prófaðu kremið fyrst í sjálfsfróun áður en þú stundar kynlíf en hafðu í huga að kremið getur einnig haft deyfandi áhrif á makann.“

Breyttu aðferðinni við sjálfsfróun
Fjölbreytt aðferð í sjálfsfróun getur endurforritað typpið, ef svo má að orði komast, og lengt tímann að sáðláti.
„Ef það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur eða mínútur að fá fullnægingu við sjálfsfróun ertu búinn að forrita typpið við þann tíma. Með breyttri tækni og örvun á önnur svæði typpisins getur þú lengt tímann sem þú endist.“
Slík forritun á það til að tengjast sjálfsfróun á yngri árum sem þurfti að klára hratt og örugglega svo enginn myndi labba óvart inn til manns. Umræðan um sjálfsfróun hefur oft og tíðum verið neikvæð og getur ýtt undir skömm og sektarkennd.

Styrktu grindarbotnsvöðvana
Reglulegar grindarbotnsæfingar geta bætt ristruflun um 75 prósent hjá karlmönnum en hjálpar einnig til við að hafa betri stjórn á sáðláti. Æfingarnar hafa oft verið kenndar við konur sem hafa verið hvattar til að æfa grindarbotninn eftir barnsburð.
„Æfðu þig að stoppa pissubununa sem sýnir bæði hvort þú kunnir að spenna grindarbotninn og hvort hann sé nógu sterkur. Önnur leið er að reyna að lyfta eistunum án þess að nota hendur.“

Stundaðu kynlíf oftar
Því oftar sem þú stundað kynlíf því meiri stjórn hefur þú á fullnægingunni að sögn Cox: „Það er eðlilegt að geta ekki haft stjórn á sér ef þú hefur ekki stundað kynlíf í lengri tíma. Þó svo að þú eigir ekki maka hjálpar sjálfsfróun líka til að endast lengur í rúminu.“

Slepptu uppáhaldskynlífsstellingunni
Ákveðnar kynlífsstellingar geta ýtt undir meiri spennu og aukna örvun hjá karlmönnum. Til þess að endast sem lengst er ráðlagt velja þá stellingu sem krefst meiri einbeitingar og veitir minni örvun.
„Ráðlagt er að sleppa því að stunda kynlíf í trúboðastellingunni og hundastellingunni (e. doggy-style).“
