Enski boltinn

Mikið um dýrðir þegar West Ham mætti heim til Lundúna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mikill mannfjöldi tók á móti leikmönnum West Ham í austurhluta Lundúna í gær.
Mikill mannfjöldi tók á móti leikmönnum West Ham í austurhluta Lundúna í gær. Vísir/Getty

Lið West Ham kom heim til Lundúna í gær eftir að hafa unnið sigur í Sambandsdeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Mikill mannfjöldi tók á móti liðinu í austurhluta Lundúna.

West Ham vann sigur á Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikdagskvöldið. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna West Ham var mikill í leikslok enda liðið að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan 1980.

Mikill fjöldi stuðningsmanna tók á móti liðinu í Lundúnum í dag og fór liðið að sjálfsögðu í hina hefðbundnu sigurskrúðgöngu þar sem sérmerktur strætisvagn keyrði um austurhluta Lundúnaborgar.

Leikmönnum liðsins var fagnað sem hetjum enda eru stuðningsmenn West Ham þekktir fyrir mikla ástríðu í garð liðsins.

Þegar bikarnum var síðan lyft fyrir framan þúsundir stuðningsmanna West Ham ætlaði allt um koll að keyra. Declan Rice er fyrirliði liðsins og bar ábyrgðina á bikarnum glæsilega en strax í kjölfar leiksins í gær bárust þær fréttir að hann hefði fengið loforð um að fá að yfirgefa félagið í sumar og leita á önnur mið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×