„Það var léttir þegar við sáum þá skjóta upp neyðarblysinu.“
RAX náði mynd af því þegar skipverji var hífður um borð í frönsku Puma þyrluna. RAX þótti yfirbragð Frakkanna heldur kæruleysislega töffaralegt þegar þeir tóku á móti skipverjunum sem þeir björguðu.
„Þeir gáfu þeim sígarettur strax og kveiktu í fyrir þá.“
Myndirnar af björguninni má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.
Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. RAX flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans.
Árið 1984 náði RAX einstökum myndum af björgun tveggja Breta sem höfðu flogið lítilli flugvél á Eiríksjökul og brotlent á honum. RAX flaug af stað til þess að mynda björgunaraðgerðirnar og varð vitni að því þegar björgunarmenn komust fótgangandi að flaki flugvélarinnar þar sem Bretarnir höfðu þurft að bíða slasaðir í 17 klukkutíma í miklu frosti.
Árið 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur austan við Þjórsá. Skipið var vélarvana og hékk í akkerisfestum en sandbotninn fyrir neðan skipið gerði það að verkum að skipið barst sífellt nær landi. RAX myndaði skipið þar sem það barðist um í briminu en að lokum strandaði það. Daginn eftir náði RAX myndum af skipinu í fjörunni og af gámum og varningi sem höfðu fallið fyrir borð og hafnað í sandinum.