Apple kynnir spennandi nýjungar Epli 9. júní 2023 12:27 Lykilræða Apple á WWDC ráðstefnunni í ár hefur sjaldan verið eins gjöful af tækjum og tólum. Apple kynnti nýja MacBook Air með 15” skjá, hraðari Mac Studio tölvur með M2 Max og M2 Ultra flögum og nýja Mac Pro tölvu með sömu flögum. MacBook Air 15 MacBook Air er ástsælasta tölva Apple og selst í flestum eintökum enda bæði öflug og létt fartölva. Apple kynnti á mánudaginn stærri útgáfu af MacBook Air þar sem gefur okkur tvær auka tommur í viðbót. Skjárinn er 15,3” horn í horn, mjög bjartur (500 nits) og þrátt fyrir þá stækkun er þetta þynnsta fartölva Apple (11,5 mm). MacBook Air 15 er hlaðin gæðum rétt eins og minni útgáfan. Hröð M2 flaga með margmiðlunarvél sem spænir í sig myndbönd, segulmagnaða Magsafe hleðslurauf, tvær Thunderbolt-raufar sem geta einnig hlaðið tölvuna, nýtt hátalarakerfi með 6 öflugum hátölurum með stuðningi við spatial-hljóð og rafhlaðan endist í allt að 18 klukkustundir. MacBook Air 15“ er væntanleg í verslanir Epli í júlí. Mac Studio miklu hraðari með M2 Mac Studio borðtölvan fær uppfærslu í nýjar hraðari flögur: M2 Max og M2 Ultra. Það gerir Mac Studio sex sinnum hraðari en síðustuiMac 27 skjátölvu með Intel-flögu. Sveigjanleikinn eykst og hægt er að hlaða Mac Studio með allt að 192 GB af vinnsluminni. Mac Studio getur nú tengst sex Pro Display XDR skjám og er með öflugra HDMI-tengi sem styður 8K skjái og 240 Hz tíðni. Mac Studio er væntanleg í verslanir Epli í júní. Mac Pro vinnutölvan er nú kominn í Apple silicon klúbbinn og er þá þrisvar sinnum hraðari en áður. Mac Pro er sveigjanlegasta tölva Apple og er með sex opnum fjórðu kynslóðar PCIe-raufum. Mac Pro er með átta Thunderbolt 4 raufar, þrjú USB-a raufar, tvær HDMI 2.1 raufar, tvö 10 Gbit netokort og styður allt að sex Pro Display XDR skjái. Mac Pro er hægt að panta í rack-útgáfu sem passar inn í netlagnaskáp. Vision Pro rýmdartölva/rýmistölva/andlitstölva Apple sýndi afrakstur átta ára vinnu í lokin á lykilræðunni: Vision Pro andlitstölvuna. Vision Pro er sýndarsjá útbúin tveimur smáum 4K micro-OLED 90 Hz skjám á stærð við frímerki, tveimur öflugum Apple silicon flögum, heyrnatólum með rýmishljóði, 12 myndavélum, 5 skynjurum og útskiptanlegum Zeiss linsum fyrir þau sem þurfa gleraugu. Apple hefur útbúið nýtt stýrikerfi fyrir sýndarsjána: visionOS. VisionOS virkar án stýripinna og nota einungis augu og hendur. Það er hægt að para sýndarsjá við Mac-tölvu og fá skjáinn beint fyrir framan þig. Stafræna krúna ofan á sýndarsjánni stýrir því hversu djúpt þú ferð í sýndarheima og því fjær sem þú ferð því meira sérðu í kringum þig í gegnum myndavélarnar sem liggja utan við. Vision Pro er með tveggja klukkustunda rafhlöðu sem er hægt að koma fyrir vasa en einnig er hægt að tengjast rafmagni í vegg beint. Vision Pro kemur fyrst á markað í Bandaríkjunum snemma á næsta ári og svo munu fleiri lönd bætast við. Nánar má kynna sér nýjungar Apple hér. Tækni Apple Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
MacBook Air 15 MacBook Air er ástsælasta tölva Apple og selst í flestum eintökum enda bæði öflug og létt fartölva. Apple kynnti á mánudaginn stærri útgáfu af MacBook Air þar sem gefur okkur tvær auka tommur í viðbót. Skjárinn er 15,3” horn í horn, mjög bjartur (500 nits) og þrátt fyrir þá stækkun er þetta þynnsta fartölva Apple (11,5 mm). MacBook Air 15 er hlaðin gæðum rétt eins og minni útgáfan. Hröð M2 flaga með margmiðlunarvél sem spænir í sig myndbönd, segulmagnaða Magsafe hleðslurauf, tvær Thunderbolt-raufar sem geta einnig hlaðið tölvuna, nýtt hátalarakerfi með 6 öflugum hátölurum með stuðningi við spatial-hljóð og rafhlaðan endist í allt að 18 klukkustundir. MacBook Air 15“ er væntanleg í verslanir Epli í júlí. Mac Studio miklu hraðari með M2 Mac Studio borðtölvan fær uppfærslu í nýjar hraðari flögur: M2 Max og M2 Ultra. Það gerir Mac Studio sex sinnum hraðari en síðustuiMac 27 skjátölvu með Intel-flögu. Sveigjanleikinn eykst og hægt er að hlaða Mac Studio með allt að 192 GB af vinnsluminni. Mac Studio getur nú tengst sex Pro Display XDR skjám og er með öflugra HDMI-tengi sem styður 8K skjái og 240 Hz tíðni. Mac Studio er væntanleg í verslanir Epli í júní. Mac Pro vinnutölvan er nú kominn í Apple silicon klúbbinn og er þá þrisvar sinnum hraðari en áður. Mac Pro er sveigjanlegasta tölva Apple og er með sex opnum fjórðu kynslóðar PCIe-raufum. Mac Pro er með átta Thunderbolt 4 raufar, þrjú USB-a raufar, tvær HDMI 2.1 raufar, tvö 10 Gbit netokort og styður allt að sex Pro Display XDR skjái. Mac Pro er hægt að panta í rack-útgáfu sem passar inn í netlagnaskáp. Vision Pro rýmdartölva/rýmistölva/andlitstölva Apple sýndi afrakstur átta ára vinnu í lokin á lykilræðunni: Vision Pro andlitstölvuna. Vision Pro er sýndarsjá útbúin tveimur smáum 4K micro-OLED 90 Hz skjám á stærð við frímerki, tveimur öflugum Apple silicon flögum, heyrnatólum með rýmishljóði, 12 myndavélum, 5 skynjurum og útskiptanlegum Zeiss linsum fyrir þau sem þurfa gleraugu. Apple hefur útbúið nýtt stýrikerfi fyrir sýndarsjána: visionOS. VisionOS virkar án stýripinna og nota einungis augu og hendur. Það er hægt að para sýndarsjá við Mac-tölvu og fá skjáinn beint fyrir framan þig. Stafræna krúna ofan á sýndarsjánni stýrir því hversu djúpt þú ferð í sýndarheima og því fjær sem þú ferð því meira sérðu í kringum þig í gegnum myndavélarnar sem liggja utan við. Vision Pro er með tveggja klukkustunda rafhlöðu sem er hægt að koma fyrir vasa en einnig er hægt að tengjast rafmagni í vegg beint. Vision Pro kemur fyrst á markað í Bandaríkjunum snemma á næsta ári og svo munu fleiri lönd bætast við. Nánar má kynna sér nýjungar Apple hér.
Tækni Apple Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira