Lífið

Tjölduðu á Arnar­hóli í rigningunni fyrir dans­gjörning

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Listhópurinn Settu dans í vasann. Frá vinstri: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Assa Davíðsdóttir, Freyja Vignisdóttir, Bergþóra Sól Elliðadóttir og Diljá Þorbjargardóttir.
Listhópurinn Settu dans í vasann. Frá vinstri: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Assa Davíðsdóttir, Freyja Vignisdóttir, Bergþóra Sól Elliðadóttir og Diljá Þorbjargardóttir. Vísir/Vilhelm

Hópur ungra kvenna sem í morgun voru búnar að slá upp tjaldi í rigningunni vakti athygli gangandi vegfaranda, ekki síst vegna óútileguvæns veðurs. Vissulega ræddi ekki um útilegu heldur undirbúning fyrir listgjörning á vegum Hins hússins sem stelpurnar flytja í miðbæ Reykjavíkur í sumar.

Í dansverkinu Settu dans í vasann hafa flytjendur það markmið að deila dansgleði meðal almennings og sýna nútímadans í nýju ljósi. Gjörningurinn verður fluttur nokkrum sinnum í sumar, meðal annars í dag milli klukkan tólf og tvö. 

Diljá Þorbjargardóttir, einn meðlimur hópsins, segir þær hafa gripið til þess sniðuga ráðs að tjalda á Arnarhóli til þess að tónlistarbúnaðurinn sem notaður er í verkinu lifi rigningardaginn af. Þær hafi þá uppgötvað að tjaldið slegi tvær flugur í einu höggi, væri bæði hentug geymsla og fangaði í leið aukna athygli vegfarenda. 

„Við vonumst náttúrlega eftir betra veðri en hlökkum mikið til að deila dansgleðinni í sumar,“ segir Diljá.

Áhugasamir geta fylgst með hópnum á Instagram síðunni pocketfulofdance.


Tengdar fréttir

Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu

Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.