Fótbolti

Blikar mæta meisturunum frá San Marinó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar Breiðablik mæta liði frá San Marinó í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu.
Íslandsmeistarar Breiðablik mæta liði frá San Marinó í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. vísir/hulda margrét

Karlalið Breiðabliks í fótbolta mætir Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í morgun.

Forkeppnin fer fram á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra.

Liðið sem vinnur báða leiki sína í forkeppninni kemst í 1. umferð Meistaradeildarinnar en hin þrjú liðin fara í Sambandsdeild Evrópu.

Víkingur komst upp úr forkeppninni í fyrra með því að vinna Levadia Tall­inn frá Eistlandi og In­ter d’Escaldes frá Andorra. Víkingur tapaði svo fyrir Malmö í 1. umferð Meistaradeildarinnar og fór þaðan í Sambandsdeildina.

Breiðablik mætti Buducnost Podgorica í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra og vann einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni tapaði Breiðablik fyrir Istanbul Basaksehir, 6-1 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×