Andstæðingar Blika sömdu við Maicon fyrir tveimur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 Maicon með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Inter á Bayern München í úrslitaleik keppninnar 2010. getty/Shaun Botterill Fyrstu andstæðingar Breiðabliks í forkeppni Meistaradeild Evrópu sömdu við gamla brasilíska stórstjörnu fyrir tveimur árum. Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti