Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 13:31 Samruni LIV- og PGA-mótaraðarinnar kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Rob Carr/Getty Images Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann. Richard Blumenthal, formaður rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar, hefur sent forsvarsmönnum PGA- og LIV-mótaraðanna bréf þess efnis að öll skjöl tengd því hvernig samruninn mun fara fram verði lögð inn til skoðunnar. LIV-mótaröðin er fjármögnuð af sádiarabíska fjárfestinasjóðnum PIF og Blumenthal segir að skyndileg afstöðubreyting PGA-mótaraðarinnar í garð sjóðsins veki upp spurningar. „Staða PIF sem armur af sádiarabísku ríkisstjórninni og skyndileg afstöðubreyting PGA-mótaraðarinnar í garð LIV-mótaraðarinnar vekur upp stórar spurningar,“ segir Blumenthal í bréfi sínu. „Áður en þessi samruni var kynntur var PGA-mótaröðin einn háværasti gagnrýnandi LIV-mótaraðarinnar og sambands hennar við Sádi-Arabíu.“ Eins og áður segir hefur Blumenthal krafist þess að öll skjöl tengd samrunanum verði lögð inn til skoðunnar og gefur hann forsvarsmönnum mótaraðanna frest til 26. júní til að skila þeim inn. Today I am opening a probe into the PGA Tour merger as Chair of the Permanent Subcommittee on Investigations. I am demanding information from PGA & LIV on how they came to this agreement with the Saudi Public Investment Fund & how this new entity will be structured & operated. pic.twitter.com/zR5AhwU3PS— Richard Blumenthal (@SenBlumenthal) June 12, 2023 LIV-mótaröðin Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Richard Blumenthal, formaður rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar, hefur sent forsvarsmönnum PGA- og LIV-mótaraðanna bréf þess efnis að öll skjöl tengd því hvernig samruninn mun fara fram verði lögð inn til skoðunnar. LIV-mótaröðin er fjármögnuð af sádiarabíska fjárfestinasjóðnum PIF og Blumenthal segir að skyndileg afstöðubreyting PGA-mótaraðarinnar í garð sjóðsins veki upp spurningar. „Staða PIF sem armur af sádiarabísku ríkisstjórninni og skyndileg afstöðubreyting PGA-mótaraðarinnar í garð LIV-mótaraðarinnar vekur upp stórar spurningar,“ segir Blumenthal í bréfi sínu. „Áður en þessi samruni var kynntur var PGA-mótaröðin einn háværasti gagnrýnandi LIV-mótaraðarinnar og sambands hennar við Sádi-Arabíu.“ Eins og áður segir hefur Blumenthal krafist þess að öll skjöl tengd samrunanum verði lögð inn til skoðunnar og gefur hann forsvarsmönnum mótaraðanna frest til 26. júní til að skila þeim inn. Today I am opening a probe into the PGA Tour merger as Chair of the Permanent Subcommittee on Investigations. I am demanding information from PGA & LIV on how they came to this agreement with the Saudi Public Investment Fund & how this new entity will be structured & operated. pic.twitter.com/zR5AhwU3PS— Richard Blumenthal (@SenBlumenthal) June 12, 2023
LIV-mótaröðin Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira