Erlent

Hundrað manns talin af eftir að bát hvolfdi í Nígeríu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Nígerfljót spannar svæði í Níger, Nígeríu, Malí, Benín og Gíneu.
Nígerfljót spannar svæði í Níger, Nígeríu, Malí, Benín og Gíneu. Getty

Hundrað manns hið minnsta eru talin hafa látist eftir að bát hvolfdi á Nígerfljóti í Kwara-fylki í Nígeríu snemma í gærmorgun. Fimmtán hafa þegar verið staðfestir látnir.

Farþegar bátarins eru sagðir hafa verið um þrjú hundruð talsins. Margir þeirra voru á leið heim úr brúðkaupi í Egboti-þorpi í Níger þegar slysið átti sér stað.

Lögregluþjónn í Kpada-þorpi, sem staðsett er nálægt slysstaðnum, staðfestir við CNN að rúmlega fimmtíu manns hafi lifað slysið af. Björgunaraðgerðir standi enn yfir en líklega séu þeir sem ekki hafa fundist látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×